Smábæjarleikar 2014 – allt klárt

Samherjar eru með 34 keppendur skráða til leiks á Smábæjarleikunum og skipa þeir 5 lið.  Með foreldrum og fylgifiskum verða því væntanlega milli 5 og 10% íbúa Eyjafjarðarsveitar á Blönduósi um helgina.

Hér er hlekkur á heimasíðu mótsins en þar er komið inn leikjaplan og annað gagnlegt fyrir þátttakendur og aðstandendur þeirra.

Heimasíða leikanna.

Samherjar munu hafa sal Sjálfstæðisflokksins að Húnabraut 13 til umráða og afhenda keppendum sínum armbönd þar seint í kvöld og í fyrramálið.

Keppendur Samherja eru eftirfarandi:

8. flokkur: Karólína, Ívar, Lilja, Frans og Sölvi – liðsstjóri Billa
7. flokkur: Gabríel, Eyþór, Ívar Arnbro, Trausti Hrafn, Alex og Halli Ævar – liðsstjóri Valgerður/Rúnar
6. flokkur: Heiðmar, Úlfur, Ólíver, Trausti Freyr, Sindri, Minna Kristín, Sigrún Margrét og Andrea – liðsstjóri Hans
5. flokkur stelpur: Lovísa Kristín, Þórdís Birta, Aldís Lilja, Þóra Kolbrún, Eva Líney og Snæfríður Dögg – liðsstjóri Siggi Eiríks
4. flokkur: Tristan, Jón Smári, Katrín, Ævar, Oddur, Kolbrá, Tjörvi, Ágúst og Jakob – liðsstjóri Siggi Friðleifs

Svona lítur þetta út. Spilaður 5 manna bolti í 6.-8. flokki en 7 manna í 4. og 5. flokki. Engin varamaður í 8. flokki og svo eru bara 6 stelpur í 5. flokki og ljóst að þær þurfa að fá lánaðar stelpur úr 6. og 4. flokki ef fært er.

Og auðvitað setjum við það í öndvegi að vera heiðarleg og kurteis í hvívetna og sýna andstæðingum okkar virðingu.  En það þýðir ekki að það megi ekki taka á þeim 🙂

Við viljum vera til fyrirmyndar – og standa okkur vel í keppninni.

Góða helgi.