Smábæjaleikarnir eru um næstu helgi. Hér eru upplýsingar frá mótsstjórn:
Mótsstjórn
Ef að einhver börn eru með fæðuóþol/fæðuofnæmi í ykkar liði viljið þið láta okkur vita sem fyrst svo hægt sé að bregðast við því.
Í 6fl kk og 7 fl verður styrkleikaskipt í A og B lið, kannski C, það kemur í ljós þegar allir hafa skilað inn lokaskráningu.
Leikjaplön verða klár þegar líður á vikuna, látum ykkur vita þegar það er klárt. Allar upplýsingar verða settar inn á heimasíðuna okkar www.hvotfc.is og einnig á facebook síðuna okkar Smábæjaleikar Blönduósi
Ennþá er hægt að skrá á mótið á oskar@melgerdi.is