Skráning fyrir Akureyrarmót á þriðjudagsæfingu og mátun keppnisbúninga

Mikilvægt er að þeir krakkar sem ætla að keppa á Akureyrarmóti UFA í frjálsíþróttum um  næstu helgi, 21.-22. júlí, skrái sig hjá Unnari þjálfara á æfingunni á morgun, þriðjudag (17/7).

Þá erum við einnig með nýja keppnisbúninga UMSE til mátunar og ætlum við að panta búninga sem fyrst til að fá þá fyrir unglingalandsmótið. Það væri því mjög gott að fá upplýsingar um það sem fyrst hverjir ætla að leggja land undir fót og mæta á unglingalandsmótið sem í ár verður haldið á Selfossi