Sjálfboðaliðar óskast!

Laugardaginn 4. ágúst fer fram sprett-þríþrautarkeppni í Hrafnagilshverfi.  Keppnin er í leiðinni fjáröflun fyrir UMF Samherja, þar sem þátttökugjald rennur óskert til Ungmennafélagsins.  Af þessu tilefni er óskað eftir sjálfboðaliðum (yngst einstaklingar fæddir 2005) til að sinna ákveðnum hlutverkum.  Það vantar a.m.k.:

Fjóra aðila til að telja sundferðir

Tvo-þrjá aðila til að vera við skiptisvæði keppenda

Þrjá aðila (fullorðna) til að standa við (og stöðva umferð ef þarf) gatnamót þar sem hjólað er

Einn-tvo aðila til að vera á snúningspunkti þangað sem hlaupið er

Keppnin sjálf stendur yfir frá kl. 12 á hádegi en reiknað er með að sjálfboðaliðar mæti með keppendum á fund kl. 11 þar sem farið verður yfir leiðir og annað.  Áætlað er að keppni ljúki kl. 14:30/15:00.

Áhugasamir hafi samband við Sonju í síma 699 3551 eða í netfangið sonja@internet.is með von um góðar undirtektir.

Að sjálfsögðu hvetjum við líka sem flesta í sveitinni til að taka þátt í þessum skemmtilega viðburði eða til að vera í klappliðinu 🙂