Samherjar taka þátt í fuglahræðuverkefninu

Umf. Samherjar ætla að búa til fuglahræðu og taka þar með virkan þátt í fuglahræðuverkefni Handverkshátíðarinnar.

Við ætlum að hittast þriðjudaginn 16. júní kl. 17:00 við íþróttavöllinn á Hrafnagili og byggja stóra og mikla hræðu í líki tröllskessunnar Bryðju sem er systir Kvarnar sem nú stendur á lóð Hrafnagilsskóla.

Allir eru velkomnir bæði stórir og smáir og endilega grípa með sér eitthvað sem hægt er að nota sem klæði á skessu eða skemmtilega fylgihluti.
Eftir herlegheitin ætlum við að grilla pylsur ofan í mannskapinn 🙂