Samherjar – íþróttagallar

Keppnisgallar UMF. Samherja og æfingagallar UMSE verða til sölu nú í vor.
Nýlega var gengið frá auglýsingasamningi við Höldur ehf – Bílaleigu Akureyrar um auglýsingar á keppnisgallann.
Þetta rausnarlega framlag fyrirtækisins gerir okkur kleift að bjóða gallann (treyju, stuttbuxur og sokka) á frábæru
verði, eða aðeins kr. 5.500 settið.  Innifalið í því verði er áletrun aftan á treyjuna með nafni og númeri að eigin vali.

Einnig verða í boði UMSE gallar á eftirfarandi verði:
Gallar m/kraga: barnastærðir kr.7.500, fullorðinsstærðir kr.8.500
Gallar m/hettu: barnastærðir  kr.8.500, fullorðinsstærðir kr.9.500
Stakur hettujakki kr.5.500 og stakar buxur kr. 4.000
Aftan á jökkunum er áletrað UMSE og framan á brjóstinu eru merki UMSE og Samherja.

Einnig verður hægt að sjá sýnishorn á sumardaginn fyrsta í Íþróttamiðstöðinni.
Pantanir þurfa að berast fyrir 10. maí á netfangið brynhildurb@unak.is (sími 863-4085) en þar þarf að koma fram stærð, áletrun (nafn og númer).

IMG_2173jan-3 apríl 2013 076