Samherjagallar – UMSE gallar. Mátun um helgina.

Um helgina verður mátunarsett á göllum á æfingum hjá Samherjum.  Um er að ræða svokallaða UMSE galla sem eru sameiginlegir fyrir öll félög innan UMSE.  Gallarnir eru af Hummel gerð og eru niðurgreiddir af UMSE.  Hver galli kemur með Samherjamerki á vinstri framhlið og UMSE merki á upphandlegg.

Hægt er að kaupa staka rennda jakka og stakar buxur en auk þess mjög ódýra galla fyrir börn.  Mátun var einnig á borðtennismótinu um daginn en þá vantaði allmikið af því sem í boði er.

Gallarnir verða til mátunar í badmintontíma á föstudag, miniton og badminton á laugardag og borðtennistíma á sunnudag.

Sigurður Eiríksson gefur nánari upplýsingar í pósti sigeiriks@gmail.com