Reykjavík International Games í frjálsum íþróttum

RIG (Reykjavík International Games) verða haldnir í beinni útsendingu á RÚV laugardaginn 21. janúar í Laugardalshöllinni. Mótið er alþjóðlegt boðsmót og er sterkustu keppendum landsins boðið að taka þátt. Sjö keppendum frá UMSE var boðin þátttaka en það eru þau Kristján Godsk Rögnvaldsson (Samherjum) sem keppir í 400 metra hlaupi karla, Steinunn Erla Davíðsdóttir sem keppir í 60 metra hlaupi kvenna, Aþena Marey Jónsdóttir 800 metra hlaup 13-14 ára stúlkna, Guðfinna Rós Sigurbrandsdóttir (Samherjum) 800 metra hlaup 13-14 ára stúlkna, Hulda Kristín Helgadóttir 800 metra hlaup 13-14 ára stúlkna, Nökkvi Þeyr Þórisson 800 metra hlaup 13-14 ára drengja og Þorri Mar Þórisson 800 metra hlaup 13-14 ára drengja (tveir síðastnefndu keppendurnir eru tvíburar frá Dalvík).

Til hamingju með valið glæsilega íþróttafólk.