Páskaeggjalottó Umf. Samherja

Í dag hittum við flest börnin í Hrafnagilsskóla og kynntum stuttlega fyrir þeim okkar árlega Páskaeggja Lottó.

Þau börn sem vildu taka þátt og hjálpa til við fjáröflunina fóru heim með  Lottóblöð.

Blöðunum þarf að skila í Sunnutröð 6, næstkomandi mánudag 2. apríl, fyrir kl 18. Lilja Rögnvaldsdóttir mun taka á móti þeim.

Síminn hjá henni er 663-2962. Þar er líka hægt að nálgast lottóblöð ef fleiri vilja taka þátt í þessari söfnun með okkur.

Glæsileg 900 gr. Sambó egg og Sambó boltar eru í vinning þetta árið og verður dregið út á Páskabingói UMSE sem haldið er í Laugaborg þriðjudagskvöldið 3. apríl kl 20.

Fyrir þá sem ekki þekkja hvernig Lottóið virkar:

Börnin merkja blöðin með sínu nafni – Þau fá svo að afhenda vinninginn af sínu blaði.

Þeir sem vilja taka þátt í Lottóinu kaupa sér línu, nú eða línur, á 500 kr. hverja þeir merkja sína línu/ur með  nafni og símanúmeri.

Eitt egg/bolti er dreginn út af hverju fullu blaði (10 línur).

Ef börnin ná ekki að selja allar línurnar biðjum við ykkur að hafa samband við okkur og við reynum að sameina á blöðum.

Lilja 663-2962 eða Indíana (Inda) 897-6098