Páskamót krakka í badminton

Næsta laugardag (12. apríl) fer fram páskamót í badminton fyrir ALLA krakka sem hafa æft með Samherjum í vetur. Mótið verður í íþróttahúsinu milli kl 10 og 12. Við viljum biðja alla um að mæta með 500 kr en að móti loknu munum við panta pizzur og borða saman. Gaman væri að sjá foreldra og aðra gesti sem hafa áhuga á að horfa á 🙂

Ivalu Birna (s: 6591334)