Leikjaplan á Strandamótinu 2011

Þá er leikjaplanið klárt fyrir morgundaginn. Mæting hálftíma fyrir fyrsta leik. Þátttökugjald er 2000 kr. Munið eftir nesti, hlýjum klæðnaði og góða skapinu. Sjáumst !

7. flokkur (börn fædd 2003 og 2004) Keppni fer fram á velli 2. Leiktími er 2x 8 mínútur.

Kl. 9:30 Samherjar – Þór 5

Kl. 10:20 Samherjar – Dalvík 3

Kl. 11:40 Samherjar – Dalvík 2

Kl. 13:45 Samherjar – Þór 4

Kl. 14:30 Samherjar – Þór 6

8. flokkur (börn fædd 2005 og 2006). Keppni fer fram á velli 5. Leiktími 2x 8 mínútur.

Kl. 9:30 Samherjar – Þór 12

Kl. 10:20 Samherjar – KA 4

Kl. 11:40 Samherjar – Dalvík 4

Kl. 12:55 Samherjar – Þór 11

Nánari upplýsingar á heimasíðunni http://dalvik.123.is

Strandamót 2011

Viðbót fim. 21.júlí. Enn er leikjaplanið ekki komið á hreint en það verður sett hér inn á heimasíðuna þegar það verður til.
Hittumst hálftíma fyrir fyrsta leik. Ekki gleyma 2000 kr mótsgjaldinu. (Gunnur s. 862-4453)

Eins og áður hefur verið auglýst verður Strandamótið haldið næsta laugardag, 23. júlí, þar sem keppt verður í 7. fl. (börn fædd 2003 og 2004) og 8. fl (börn fædd 2005-2006). Mótið fer fram á Árskógsvelli og hefst keppni klukkan 9:30 og er áætlað að henni ljúki fyrir kl. 15. Þátttökugjaldið er kr. 2.000 á barn og innifalið í því eru léttar veitingar í mótslok ásamt glaðningi. Farið verður á einkabílum en fólk er eindregið hvatt til að safna saman í bíla.

Samherjar hafa skráð lið til keppni, eitt í hvorum flokki, en miðað við þátttöku á æfingum á ekki að vera neitt því til fyrirstöðu að það gangi. En til að hafa nú allt á hreinu biðjum við foreldra að skrá börn sín, í síðasta lagi á æfingu á fimmtudag.

Ef einhverjar spurningar vakna má heyra í Norbert á æfingu eða hringja í Gunný í síma 862-4453.

Nú er bara um að gera að smyrja nesti, klæða sig eftir veðri og taka góða skapið með 😉

 

Til foreldra 5. flokks drengja

Næstkomandi föstudag er leikur á Hvammstanga hjá 5. flokki. Brottför verður frá Hrafnagilsskóla kl 13:30 (Mæting norðan við íþróttahúsið). Að öllum líkindum verður farið á einum 14 manna bíl. Leikurinn verður kl. 17:00 og vonumst við til þess að vera komnir 1 klst. fyrir leik. Halda áfram að lesa: Til foreldra 5. flokks drengja

Kvaðning til allra Samherja

Senn líður að Handverkshátíðinni sem haldin verður dagana 5.-8. ágúst. Fyrir tveimur árum tóku félagasamtök í sveitinni að sér framkvæmd einstakra þátta hátíðarinnar og sáu umf. Samherjar, ásamt hjálparsveitinni Dalbjörg, um veitingasöluna. Í ár verður sami háttur hafður á og mikilvægt að vel takist til þar sem þetta er helsta fjáröflun félagsins. Þeim fjármunum sem falla til verður varið til barna- og unglingastarfs, greiðslu fyrir þjálfun, leigu á mannvirkjum og uppbyggingar á íþróttasvæðinu.

Í fyrra ríkti mikill einhugur um framkvæmdina og lögðu margir á sig mikla vinnu eða lögðu félaginu til hráefni í veitingar. Skemmtileg stemning skapaðist þar sem tugir fullorðinna og barna tók höndum saman og má segja að hinn sanni ungmennafélagsandi hafi svifið yfir svæðinu.

Óskin er sú að allir sem hug hafa á að leggja verkefninu lið gefi sig fram. Þörf er á mannskap í bakstur og undirbúning í eldhúsi mötuneytis Hrafnagilsskóla nokkur kvöld í júlí, vinnu í eldhúsi meðan á hátíðinni stendur, vinnu í veitingasölu á hátíðinni, vinnu við undirbúning og frágang ásamt fleiru sem fellur til. Reynt verður að dreifa vinnuálagi og skipta hópnum niður á vaktir til að forðast að of stór hluti framkvæmdarinnar hvíli á herðum fárra manna.  Reiknað er með að þurfa að lágmarki:

15 fullorðna í eldhús
20 fullorðna í veitingasölu
30-40 börn í veitingasölu (fædd 2000 og fyrr), í dyravörslu, sendiferðir, til halda svæðinu snyrtilegu o.fl.

Þörf er á allri aðstoð sem mögulegt er að fá og eru bæði börn innan vébanda umf. Samherja, foreldrar og aðrir fullorðnir hvattir til að leggja sitt af mörkum.
Þið sem viljið leggja ykkar af mörkum eruð vinsamlegast beðin um að senda okkur línu á netfangið umf.samherjar@gmail.com eða hringja í síma 862-4453 (Gunnur).

Með bestu kveðjum,
stjórn Samherja.