Kjör Íþróttamanns UMSE 2018

Kjör Íþróttamanns UMSE fyrir árið 2018 fór fram á Dalvík í dag ásamt því að veittar voru viðurkenningar m.a. fyrir meistaratitla og landsliðsverkefni. Að sjálfsögðu átti UMF Samherjar nokkra fulltrúa á þessari samkomu, sem er staðfesting á því hversu flott starf er unnið hjá Ungmennafélaginu. Þeir sem fengu viðurkenningar eru:

 • Andri Már Mikaelsson, sem er í æfingahóp landsliðsins í bandý
 • Auðunn Arnarsson, sem er í æfingahóp landsliðsins í bandý
 • Ágúst Örn Víðisson, sem er í æfingahóp landsliðsins í bandý
 • Enok Atli Reykdal fyrir Íslandsmeistaratitil í badminton
 • Guðmundur Smári Daníelsson, sem er frjálsíþróttamaður UMSE árið 2018
 • Hafþór Andri Sigrúnarson, sem er í æfingahóp landsliðsins í bandý
 • Heiðmar Örn Sigmarsson fyrir Íslandsmeistaratitla í borðtennis og sæti í unglingalandsliðshóp
 • Hildur Marín Gísladóttir fyrir Íslandsmeistaratitla í borðtennis og sæti í unglingalandsliðshóp
 • Ingvi Vaclav Alfreðsson, sem er borðtennismaður UMSE árið 2018
 • Jónas Hjartarson, sem er í æfingahóp landsliðsins í bandý og bandýmaður UMSE árið 2018
 • Jónas Godsk Rögnvaldsson, sem er í æfingahóp landsliðsins í bandý
 • Mikael Máni Freysson, sem er frisbígolfmaður UMSE árið 2018
 • Ólafur Ingi Sigurðsson, sem er badmintonmaður UMSE árið 2018 og í æfingahóp landsliðsins í bandý
 • Pétur Elvar Sigurðsson, sem er í æfingahóp landsliðsins í bandý
 • Sigmundur Rúnar Sveinsson, sem er í æfingahóp landsliðsins í bandý
 • Trausti Freyr Sigurðsson, sem er í unglingalandsliðshóp í borðtennis
 • Úlfur Hugi Sigmundsson fyrir Íslandsmeistaratitil í borðtennis
 • Þorsteinn Jón Thorlacius, sem er í æfingahóp landsliðsins í bandý

 Íþróttamaður UMSE árið 2018 var kjörin Amanda Guðrún Bjarnadóttir, frá Golfklúbbnum Hamri.

Ólafur Ingi tók við viðurkenningu fyrir hönd Mikaels Mána frisbígolfmanns UMSE 2018
Þorgerður tók við viðurkenningu fyrir hönd Guðmundar Smára Frjálsíþróttamanns UMSE 2018
Jónas Hjartarson bandýmaður UMSE 2018
Ingvi Vaclav borðtennismaður UMSE 2018
Ólafur Ingi badmintonmaður UMSE 2018
Fulltrúar þeirra sem valdir hafa verið í æfingahóp landsliðsins í bandý: Jónas, Ágúst, Ólafur Ingi og Pétur Elvar
Enok Atli fékk viðurkenningu fyrir góðan árangur í badminton
Trausti Freyr, Úlfur Hugi, Heiðmar Örn og Hildur Marín fengu viðurkenningu fyrir góðan árangur í borðtennis
Flottur hópur frá UMF Samherja

Við óskum þessum flottu fulltrúum UMF Samherja og Íþróttamanni UMSE 2018 innilega til hamingju!

Zumba í sveitinni!

Zumbasveit Umf. Samherja langar að kanna hvort ekki séu fleiri sem vilja iðka Zumba í vetur og dansa við seiðandi og suðræna tóna. Tímarnir sem um er að ræða eru kl 20:00 á mánudögum og fyrsti tíminn verður 14. janúar – með fyrirvara um næga þátttöku.

Áhugasamir hafi samband við Rósu Margréti Húnadóttur á netfangið samherjar@samherjar.is. ATH mikilvægt er að skrá þátttöku á þetta netfang sem fyrst.

Höldum gleðinni gangandi inn í nýja árið!

Jólafrí

Badminton barna- og unglinga, sund, glíma, frisbígolf og frjálsar eru þær íþróttagreinar sem komnar eru í jólafrí. 

Síðasti boltatíminn fyrir jól verður mánudaginn 17.12. og síðasti þrektíminn þriðjudaginn 18.12.

Borðtennisæfingar halda sér yfir hátíðirnar svo framalega sem íþróttahúsið er opið 🙂 

Óhefðbundið badminton – síðasti tíminn fyrir jól 🙂

Æfingar hefjast á nýju ári skv. tímatöflu mánudaginn 07. janúar.

Jólakveðjur,

Stjórnin

Jóla-badminton

Badmintontíminn verður með óhefðbundnu sniði – jólasniði – á laugardaginn (15.12.). Yngri og eldri hópunum verður skellt saman þannig að allir koma kl 10. Farið verður í leiki og skipst á pökkum en reiknað er með að allir komi með einn lítinn pakka í púkkið 😊 Fáum okkur svo pizzu í lokin. Hlökkum til að sjá sem flesta og ekki verra ef jólasveinahúfan fær að fylgja með 😊