Unglingamót TBS

Unglingamót TBS í badminton verður haldið helgina 10.-11. október í íþróttahúsinu á Siglufirði. Keppt verður í einliða-, tvíliða- og tvenndarleik. Mótsgjald er 2000kr fyrir þáttöku í einliðaleik og 1500kr fyrir tvíliða- og tvenndarleik.

Við skulum endilega reyna að senda sem flesta keppendur frá okkur á þetta mót! Skráning er fullt nafn og kennitala send á netfangið joikjerulf@gmail.com. Lokafrestur fyrir skráningu er á sunnudagskvöldið næstkomandi, 04.10.

Breytingar-frjálsar víxlast – skák byrjar

Búið er að víxla tímunum í fjálsum íþróttum þannig að eldri iðkenndur byrja kl.14 og yngri eru kl.15. Okkur að bjóða upp á skáktíma á miðvikudögum og föstudögum, kl.14 væru 7. til 10.bekkur og kl.15 yrðu 3. til 6. bekkur. Tímanir yrðu í 3 vikur til að byrja með og byrja 16.september og metum aðstóknina að þeim tíma liðinum. Tímarnir verða í hyldýpinu til að byrja með.

Æfingataflan komin út

Æfingataflan okkar er komin út fyrir haustönn 2020 og tekur strax gildi. Æfingar haust 2020

Einhverjar breytingar gætu orðið á töflunni þegar reynslan er komin.

Félagið mun taka upp Nóra kerfið innan skamms og verða foreldrar því að skrá börnin þar í allar greinar sem þau mæta í og ganga frá greiðslum, þó það sé eitt gjald fyrir allar. Verður auglýst betur síðar.

Ábendingar sendisti á samherjar@samherjar.is

Sundnámskeið fyrir börn fædd 2014

Ungmennafélagið Samherjar stendur fyrir sundnámskeiði fyrir 6 ára börn, árgang 2014. Námskeiðið byrjar mánudaginn 17. ágúst. Um er að ræða fimm skipti frá og með 17. ágúst til og með 21. ágúst. Kennt er eftir hádegi og gert er ráð fyrir 1 klst. Fyrri hópur kl 14-15 og seinni hópur kl 15-16.

Þjálfari er Rannveig Þórunn Unnsteinsdóttir. Verð er 10.000 kr fyrir barn.

Vinsamlegast skráið þátttöku á netfangið samherjar@samherjar.is með nafni og kt barnsins og nafniog kt forráðamanns (greiðanda). Mæting í anddyri sundlaugarinnar. Gott er að mæta tímanlega.Með kveðju
Stjórn Umf. Samherja