Frjálsar íþróttir – Silfurleikar ÍR

Silfurleikar ÍR verða laugardaginn 24. nóvember. Farið verður frá Boganum á föstudaginn (23. nóv.) kl. 10:00 – gist á Hótel Cabin. Keppnin er allan laugardaginn og verður keyrt heim um kvöldið.

Kostnaður: Rúta: 7000.- (3500×2), gisting með morgunmat: 3500.-, keppnisgjald: 3000.- kr. 11 ára og yngri, 3000.- tvær greinar hjá 12 ára og eldri og 4000.- þrjár greinar eða fleiri. 

Reiknað er með að keppendur hafi með sér nesti á leiðinni og á mótið og pening fyrir mat á bakaleiðinni.

Breytingar á vetrardagskránni

Nokkrar breytingar hafa átt sér stað á vetrardagskránni en á það einkum við mánudaginn.

Aukatími í sundi fyrir 5. – 10. bekk milli kl. 15 til 16
Zumba færðist til kl. 20 og er núna í Hyldýpinu
Opinn tími í borðtennis bættist við kl. 21 til 22

Dagskrána í heild sinni er svo hægt að finna undir flipanum “Æfingartafla” hér til vinstri.

Æfingabúðir í Borðtennis – laugardaginn 17. nóvember

 

Laugardaginn 17. nóvember verða æfingabúðir í borðtennis í íþróttamiðstöðinni við Hrafnagil.

Umsjónarmaður og aðalþjálfari búðanna er Bjarni Þorgeir Bjarnason en hann hefur numið þjálfarafræðin á meistarastigi í háskólanum í Split í Króatíu. Æfingabúðirnar eru ætlaðar byrjendum jafnt sem lengra komnum og eru jafnt fyrir fullorðna og börn.

Þeir sem koma lengra að og vilja fá gistingu hjá okkur eru beðnir að hafa samband ekki síðar en á fimmtudag. Það er einnig gott fyrir þátttakendur að hugsa fyrir nesti þótt það verði einhver veitingasala á staðnum.

Æfingabúðirnar hefjast klukkan 10 og standa fram eftir degi / fram á kvöld. Þátttökugjald er 1.000 krónur sem greiðist við komu. Það er ágætt að fá skráningar á netfangið sigeiriks@gmail.com eða í síma 862-2181. En ef menn gleyma að senda skráningu er hægt að taka við slíkri á staðnum.

 

Borðtennisvörur frá Pingpong.is

Við vekjum einnig athygli á því að Sigurður V. Sverrisson verður á staðnum þennan dag með borðtennisvörur en hann rekur verslunina pingpong.is. sem er eina borðtennisverslun landsins. Það eru nokkrir iðkendur sem vantar betri borðtennisspaða og nú er dauðafæri að velja slíkan.

Frjálsar – Minningarmót Ólivers

Minningarmót Ólivers fer fram sunnudaginn 18. nóvember í Boganum, frá kl. 11.  Skráning fer fram á æfingu hjá Unnari í vikunni. Einnig er óskað eftir starfsfólki á mótið og er fólk beðið um að gefa sig fram við Þórhall Másson, formann UFA, í síma 861-0002.