Smábæjarleikarnir á Blönduósi 14.-16. júní

Þá er það skemmtilega mótið, Smábæjarleikarnir á Blönduósi, sem nú er haldið helgina 14-16. júní. Við stefnum á að skrá tvö lið til keppni, í 7. flokki (2011 og 2012) og 6. flokki (2010 og 2009). Þar sem Umf. Samherjar borgar 50% af þáttökugjaldi hvers keppanda þurfum við að borga 5000 kr.
Innifalið í þátttökugjaldi:
Morgunverður laugardag og sunnudag. Hádegismatur laugardag.
Kvöldmatur laugardag.
Grillaðar pylsur og drykkur á vallarsvæði í hádegi á sunnudag.
Gisting í skólastofu.
Kvöldvaka.
Frítt í sund í eitt skipti fyrir hvert lið.
Leikir byrja á laugardagsmorgun. 
Við þurfum að skrá inn liðin síðasta lagi á fimmtudaginn næsta, 6.júní. Við viljum biðja ykkur um að skrá ykkar barn fyrir kl 12 á fimmtudaginn. Sendið skráninguna á vefpóstinn orrisig7@gmail.com og joninemg@gmail.com (senda á bæði) og tilgreina þáttöku barns, aldur og hvort þið ætlið að gista eða eruð á eigin vegum.

Kveðja, Jónína og Orri.

Æfingar barna í sumar

Samherjar ætla að bjóða börnum upp á æfingar í fótbolta og frjálsum í sumar. Skráningar á staðnum hjá þjálfurum.

Fótbolti verður á sparkvellinum á þriðjudögum og fimmtudögum, kl.13 9 ára og yngri og kl. 14 fyrir 10 ára og eldri. Þær æfingar hefjast 4. júní og þjálfari verður Orri Sigurjónsson. Á miðvikudögum verða frjálsar, kl. 13 hjá 9 ára og yngri og kl.14 fyrir 10 ára og eldri. Æfingar verða 5. júní og 12. júní og 19.júní, hlé verður gert á þeim til 10.júlí en unnið að því að fá afleysingu. Þjálfari verður Unnar Vilhjálmsson.

Síðan minnum við á opnu tímana í borðtennis á sunnudögum milli kl. 10 og kl. 12 og badmintoni á miðvikudögum milli kl.18 til kl. 20. Þeir tímar verða fram að uppsetningu handverkshátíðar.

Æfingagjöldin er þau sömu og síðustu ár, 5000 kr fyrir sumarið hjá krökkunum.

Vetrardagskrá að líða undir lok – tímar í íþróttahúsinu í sumar

Þessa dagana hafa æfingar okkar verið að líða undir lok í mörgum greinum.

Þær greinar sem eru farnar í langt sumarfrí eru boltatímar, fimleikar, þrektímar, sundið og blakið.

Borðtennis er kominn í stutt frí og hefst að nýju 2.júní og verður framvegis á sunnudagsmorgnum á sama tíma og í vetur, kl.10.00 til kl. 12.00.

Badminton er einnig komið í stutt frí og hefst 5.júní og verður á miðvikudagskvöldum milli kl.18 og kl. 20.

Síðasti bandý tími unglinga er núna á mánudagskvöldið 27.maí. Bandý karla verður á mánudagskvöldum og miðvikudagskvöldum frá kl.20 til kl. 21.30.

Athugið að þessir innanhústímar eru í gangi þar til uppsetning handverkshátíðar hefst eftir miðjan júlí.

Badmintonæfingar falla niður

Badmintonæfingar falla niður á laugardaginn vegna þátttöku iðkenda á Norðurlandsmóti. Síðustu laugardagsæfingar verða 18. maí og hvetjum við alla, sem eitthvað hafa komið á þær æfingar í vetur, að koma og vera með.

Óskum badmintonspilurum góðs gengis á Norðurlandsmótinu, sem haldið er á Siglufirði að þessu sinni.

Bryðjur á Rokköld

Dagana 25.-27. apríl fór fram Rokköld, öldungamót í blaki, í Keflavík. Öldungamótið er einskonar uppskeruhátíð blakara og síðasta mót vetrarins. Skemmtun og góður félagsskapur er einkennandi fyrir mótið þar sem gleðin er allsráðandi. Spennandi og skemmtilegir blakleikir eru svo til að toppa þetta allt saman.

UMFS Bryðjur mættu með tvö lið á mótið, annað liðið spilaði í 9. deild og hitt í þeirri 10. Liðið í 9. deild gerði sér lítið fyrir og vann deildina sem er glæsilegur árangur, sérstaklega þegar litið er til þess að liðið vann sig upp úr 10. deild á síðasta móti. Ekki gekk alveg eins vel hjá liðinu í 10. deild en þær áttu góða spretti og höfðu, líkt og hitt Bryðjuliðið, gleðina ávalt í fyrirrúmi.

Bryðjur eru svo sannarlega búnar að stimpla sig inn í blakheiminn, auk þess að vera frábær félagsskapur fyrir konur á öllum aldri, þar sem gleði og hlátur hafa ráðið ríkjum síðastliðin fjögur ár.

Linda Margrét Sigurðardóttir