Zumba í sveitinni!

Zumbasveit Umf. Samherja langar að kanna hvort ekki séu fleiri sem vilja iðka Zumba í vetur og dansa við seiðandi og suðræna tóna. Tímarnir sem um er að ræða eru kl 20:00 á mánudögum og fyrsti tíminn verður 14. janúar – með fyrirvara um næga þátttöku.

Áhugasamir hafi samband við Rósu Margréti Húnadóttur á netfangið samherjar@samherjar.is. ATH mikilvægt er að skrá þátttöku á þetta netfang sem fyrst.

Höldum gleðinni gangandi inn í nýja árið!

Jólafrí

Badminton barna- og unglinga, sund, glíma, frisbígolf og frjálsar eru þær íþróttagreinar sem komnar eru í jólafrí. 

Síðasti boltatíminn fyrir jól verður mánudaginn 17.12. og síðasti þrektíminn þriðjudaginn 18.12.

Borðtennisæfingar halda sér yfir hátíðirnar svo framalega sem íþróttahúsið er opið 🙂 

Óhefðbundið badminton – síðasti tíminn fyrir jól 🙂

Æfingar hefjast á nýju ári skv. tímatöflu mánudaginn 07. janúar.

Jólakveðjur,

Stjórnin

Jóla-badminton

Badmintontíminn verður með óhefðbundnu sniði – jólasniði – á laugardaginn (15.12.). Yngri og eldri hópunum verður skellt saman þannig að allir koma kl 10. Farið verður í leiki og skipst á pökkum en reiknað er með að allir komi með einn lítinn pakka í púkkið 😊 Fáum okkur svo pizzu í lokin. Hlökkum til að sjá sem flesta og ekki verra ef jólasveinahúfan fær að fylgja með 😊

Aldursflokkamót Víkinga í borðtennis er sunnudaginn 9. nóvember

Næstkomandi sunnudag er aldursflokkamót hjá Víkingum í Reykjavík og er heimavöllurinn þeirra TBR húsin í Laugardal.  Mótið hefst klukkan 11 og er gott að keppendur séu mættir um það bil klukkutíma áður en keppni hefst í þeirra flokki.  Mótið er fyrir alla sem eru fæddir árið 2001 eða síðar og er einungis keppt í einliðaleik.

Við höfum ekki mætt á aldursflokkamót á þessum vetri en það er óhætt að fullyrða að allir iðkendur eiga fullt erindi á mótið og munu hafa bæði gott og ekki síður gaman af þátttökunni.

Hér er slóð á mótsboðið þeirra:

https://www.bordtennis.is/aldursflokkamot-bordtennisdeildar-vikings-9-desember/

Við Samherjar ætlum að fjölmenna á þetta mót en þó verður ekki “rútufært” heldur mun verða farið á einkabílum.  Sameinumst í bíla og förum laugardaginn 8. des.   Nú þegar er ljóst að amk 2 bílar fara og vonandi verða þeir fleiri.

Skráningar þurfa að berast á netfangið sigeiriks@gmail.com í dag, fimmtudaginn, 6. desember.  Albest er að fá nafn og kennitölu til þess að spara tíma við að fletta upp og raða saman. (Skráningarfrestur rennur út klukkan 17:00 en unnið er í að fá frest til kl. 20:00.)

Sigurður og Ólafur Ingi
Borðtennisþjálfarar
862-2181 / 861-9414

Badminton – Unglingamót TBS – B og C mót

Unglingamót TBS verður haldið laugardaginn 01. desember í Íþróttahúsinu á Siglufirði. Keppni hefst kl. 10:00.

Keppt verður í  einliðaleik og tvíliðaleik í  flokkum: U-9  U-11  U-13  U-15  U-17:  (riðlar) í einliðaleik, ræðst af þátttöku.

Mótsgjald:   Einliðaleikur kr. 1500.-, tvíliðaleikur kr. 1500.-

Sonja tekur við skráningum á mótið til sunnudagsins 25.11. í netfangið sonja@internet.is.