Unglingamót Þórs, Þorlákshöfn, í badminton

Unglingamót Þórs verður haldið laugardaginn 29. febrúar í Íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn. Mótið er fyrir börn og unglinga, U9 – U19, í B- og C-flokk. Mótið er opið öllum sem ekki hafa unnið til verðlauna á opnum mótum fyrir félagið sitt eða deild. Mótið hefst stundvíslega kl. 10 og byrjað verður á einliðaleikjum hjá U9-U11.

Í U13 – U19 verður keppt í einliða- og tvíliðaleik, keppnisfyrirkomulag fer eftir þátttöku og áskilur mótstjórn sér rétt til að sameina flokka ef þátttaka er lítil í einstaka flokkum. Mótsgjöld eru 1500 kr í einliðaleik og 1200 kr í tvíliðaleik. Hægt er að fá gistingu í skólanum en hann er við hliðina á íþróttahúsinu. Þeir sem hafa áhuga á gistingu geta haft samband við Sirrý í síma 692-0641, með góðum fyrirvara.

Skráning á mótið er hjá Jóa þjálfara, joikjerulf@gmail.com, en skráningar þurfa að berast í síðasta lagi mánudaginn 24. febrúar.

Vegna íþrótta og tómstundastyrks -frestur rennur út um áramót!

Þeir foreldrar sem eiga eftir að sækja um íþrótta og tómstundastyrk til Eyjafjarðarsveitar (sem er upp að fjárhæð 20.000 kr fyrir árið 2019) og hafa ekki fengið greiðsluseðil fyrir haustönn 2019 geta fengið staðfestingu frá Ungmennafélaginu um iðkun barnins hjá okkur. Þar sem fresturinn rennur út um áramót mun sveitafélagið láta þá staðfestingu gilda þar sem von er á greiðsluseðli. Senda þarf okkur póst á samherjar@samherjar.is um nafn barnsins og umsækjanda og við munum áframsenda hann með okkar staðfestingu á Eyjafjarðarsveit. Umsóknina má finna hér.

Ef eitthvað er óljóst megið þið hafa samband við formann í síma 6936524.

Framundan í badmintoninu

Síðasta æfing fyrir jólafrí hjá yngri hópunum verður laugardaginn 21.12. en þá mun æfingarhópunum verða skellt saman og farið í hópleiki og pakkaleik, eins og tíðkast hefur undanfarin ár. Æfingin er því frá 10-12 og verður boðið upp á pizzu í lok tímans 🙂

Laugardaginn 28.12. ætlum við að vera með lítið jólamót fyrir bæði börn og fullorðna og fá til okkar smásamkeppni frá Akureyri en fyrst og fremst ætlum við að hafa gaman. Mótið hefst kl. 10 hjá yngri hópum en kl. 14 hjá fullorðnum, með fyrirvara um fjölda þátttakenda. Ekki verður kynjaskipt og einhverjum hópum verður hugsanlega blandað saman. Skráning er hjá Jóa, þjálfara, í netfangið joikjerulf@gmail.com en skráningar þurfa að berast fyrir 26. desember. Þátttökugjald er kr. 1500.- fyrir fullorðna.

Hlökkum til að sjá sem flesta á milli jóla og nýárs 😊

Jólafrí á næstunni

Þær greinar sem taka sér jólafrí frá og með deginum í dag eru eftirfarandi:

Fimleikar, frjálsar, bolta og fótboltatímar og sundið er komið í jólafrí.

Aðrar greinar eru áfram meðan íþróttamiðstöðin er opin og/eða verður auglýst síðar.