Frjálsíþróttamót UMSE

Í ljósi aðstæðna verður Aldursflokkamótið í sinni mynd fellt niður. Þess í stað hefur frjálsíþróttanefnd UMSE ákveðið að vera með 4 daga mót sem dreifist á 2 vikur og á fjóra velli, þar sem keppt verður í nokkrum greinum frjálsra íþrótta auk nokkurra óhefðbundinna íþróttagreina.

Að þessu sinni hefur verið ákveðið að hafa engin keppnisgjöld. Við leggjum áherslu á að um verði að ræða skemmtun fyrir alla fjölskylduna þar sem gleði á að vera í fyrirrúmi og viljum hvetja bæði börn og fullorðna til þess að taka þátt í þessu með okkur. Engin verðlaun verða veitt fyrir keppnina, nema að loknu mótinu verður veittur stigabikar til þess félags sem flest stig hlýtur í mótinu (á uppskeruhátíð frjálsra íþrótta hjá UMSE).

Að lokinni keppni á hverjum stað verða léttar veitingar í boði UMSE og þess félags sem hefur umsjón. Þetta mót er öllum opið hvort sem það eru félög eru innan UMSE eða ekki og hvort sem lagt er stund á frjálsar íþróttir eða ekki. Skráning fer fram á keppnisstað.

Halda áfram að lesa: Frjálsíþróttamót UMSE

Fram með spaðann

Samherjar Badminton

Þá er komin tími til að æfa badminton. Stundaskráin er óbreytt fyrir utan sunnudagana og er sem eftirfarandi:

Miðvikudagur:
Æfing fyrir krakka kl 17.00 – 18.00. Æfing fyrir fullorðna kl 20.00 – 21.00. 

Laugadagur:
Æfing fyrir krakka kl 10.00 – 11.00. Æfing fyrir fullorðna kl 11.00 – 12.00

Sunnudagur:
Æfing fyrir krakka kl 15.00 – 16.00. Æfing fyrir fullorðna kl 16.00 – 17.00

Með bestu kveðju
Ivalu og Ivan