Vorönn 2011

Nú er vorönn formlega hafin hjá Samherjum og um að gera fyrir unga sem aldna að stunda fjölbreyttar íþróttir á vegum félagsins. Eins og sjá má á nýrri stundatöflu er nóg í boði og varla hægt að stunda fjölbreytta hreyfingu með ódýrari hætti.  Vakin er athygli á því að æfingagjöld gilda sem opinn aðgöngumiði í allar greinar að vild, bæði hjá börnum og fullorðnum.  Slíkur sveigjanleiki er líklega einsdæmi hjá starfandi íþróttafélagi.

Æfingagjöldum hjá Samherjum er mjög stillt í hóf. Félagið greiðir niður æfingagjöldin með styrkjum og fé sem aflað er með sjálfboðastarfi félagsmanna.
Gjöldin á vorönn eru eftirfarandi:

A) Börn og unglingar að 16 ára aldri:

  • 10.000 kr á hvert barn á önn.
  • Einungis er rukkað eitt gjald fyrir hvert barn, óháð fjölda greina sem barnið stundar.
  • Mest er rukkað fyrir tvö systkini, eða að hámarki kr 20.000.

Stjórnin hvetur börn og unglinga til að stunda sem flestar greinar.

B) Fullorðnir:

  • 15.000 kr á mann óháð fjölda greina.
  • Æfingagjöld geta því mest orðið 50.000 kr á heimili á önn.

Nú á vorönn hófust æfingar í  borðtennis fyrir  unga sem aldna. Barnaæfingarnar fara fram  undir styrkri stjórn Sigurðar Eiríkssonar.

Það er mikilvægt fyrir félagið að sem flestir nýti sér það sem í boði er því að góð þátttaka er forsenda þess að hægt sé að halda úti öflugu íþróttastarfi í Eyjafjarðarsveit.

Breyting á sundæfingum

Vegna bilunar hjá Norðurorku hafa ekki getað verið sundæfingar þessa vikuna en eins og fram hefur komið þá breytist sundæfingin sem átti að vera í dag í gönguskíðanámskeið í Hlíðarfjalli. Mæting er kl. 17.30 við gönguskíðabrautina við efri skála.  Námskeiðið tekur eina klukkustund og leiga á búnaði kostar 500 kr. (kennsla innifalin).

Sundæfingin á laugardaginn fyrir elsta hópinn verður í Akureyrarlaug og hefst hún kl. 9.30.

Bíbí