Breyting á sundæfingum

Vegna bilunar hjá Norðurorku hafa ekki getað verið sundæfingar þessa vikuna en eins og fram hefur komið þá breytist sundæfingin sem átti að vera í dag í gönguskíðanámskeið í Hlíðarfjalli. Mæting er kl. 17.30 við gönguskíðabrautina við efri skála.  Námskeiðið tekur eina klukkustund og leiga á búnaði kostar 500 kr. (kennsla innifalin).

Sundæfingin á laugardaginn fyrir elsta hópinn verður í Akureyrarlaug og hefst hún kl. 9.30.

Bíbí

Snjómokstur k. 10 á sunnudagsmorgunn

Kæru félagar.

Nú líður senn að lagningu gervigrassins á sparkvöllinn. Pípulagningarmennirnir munu ljúka við allar tengingar í næstu viku en þá verður hægt að hleypa hita á völlinn. Núna er hins vegar það mikill snjór að hitakerfið nær ekki að bræða hann af sér og því verðum við að handmoka svæðið því ekki er þorandi að fara með vinnuvélar inn á það. Allir sem vettlingi geta valdið eru því beðnir um að mæta kl. 10 á sunnudagsmorgunn með skóflu og snjóþotu (ekki grín) og hjálpast að við að hreinsa völlinn. Margar hendur vinna létt verk og því mikilvægt að sem flestir komi.

Með kveðju frá stjórn Samherja.