Ármann og Ódi hlutu starfsmerki UMSE

Þeir Ármann Ketilsson og Jón Óðinn Waage hlutu starfsmerki UMSE á aðalfundi Umf. Samherja sem haldinn var í Félagsborg 29. mars s.l. Báðir eru þeir vel að þessari viðurkenningu komnir og veitti Kristín Hermannsdóttir varaformaður UMSE þeim starfsmerkið.

IMG_4069  
Ódi, Kristín og Ármann á aðalfundinum  

Í umsögn um þeirra störf segir:

Halda áfram að lesa: Ármann og Ódi hlutu starfsmerki UMSE

SAMHERJAR BADMINTON ÆFINGABÚÐIR

SAMHERJAR BADMINTON ÆFINGABÚÐIR
Í ÍÞRÓTTAMIÐSTÖÐ VIÐ HRAFNAGILSSKÓLA
SUNNUDAGINN 13. MARS

Samherjar halda badmintonæfingabúðir í íþróttahúsinu Hrafnagilsskóla, sunnudaginn 13. mars 2011. Æfingabúðirnar eru gott tækifæri fyrir bæði byrjendur og lengra komna til að bæta sig og hafa gaman með öðrum badmintoniðkendum.

Þjálfarinn í æfingabúðunum er meistaraflokksspilarinn Einar Óskarsson frá TBR.

Æfingabúðirnar byrja kl 10.30 og þeim lýkur ca. kl 18.00.

Gott væri að fá að vita sem fyrst um þá sem ætla að skrá sig í æfingabúðirnar. Látið Ivan eða Ivalu vita eða hringið í síma: 891 6694
Matur verður á staðnum fyrir alla sem taka þátt, samt sem áður er gott að taka með sér nesti. Hafið endilega með ykkur sundfötin því það gefst tími til að fara í sund inn á milli æfingatímanna.

Þátttökugjald er 500 kr.
Skráningu lýkur laugardaginn 12. mars. 2011 kl. 13.00
Vonumst til að sjá sem flesta taka þátt!

Hérna sést hvernig tímunum er raðað upp.

Tími Flokkur Hópur
10:30-11:00 U11-U13 Byrjendur
11:00-11:30 U11-U13 Byrjendur
11:30-12:00 U11-U13 Byrjendur
12:00-12:30 U13-U15-fullorðnir og lengra komnir
12:30-13:00 U13-U15-fullorðnir og lengra komnir
13:00-13:30 U13-U15-fullorðnir og lengra komnir
13.30-14.30 Matur
14:30-15:00 U11-U13 Byrjendur
15:00-15:30 U11-U13 Byrjendur
15:30-16:00 U11-U13 Byrjendur
16:00-16:30 U13-U15-fullorðnir og lengra komnir
16:30-17:00 U13-U15-fullorðnir og lengra komnir
17:00-17:30 U13-U15-fullorðnir og lengra komnir

17:30-18:00 U11-U13-U15 Ganga frá

KEPPNISFERÐ SAMHERJA Á ÍSLANDSMÓT UNGLINGA Í BADMINTON Á SIGLUFIRÐI 5-6. MARS 2011.

Íslandsmót unglinga verður haldið á Siglufirði og Ólafsfirði helgina 5. – 6. mars næstkomandi. Badmintonsamband Íslands og TBS sjá í sameiningu um framkvæmd og skipulagningu mótsins.
Reikna má með að keppni hefjist á laugardegi klukkan 10:00. U11 og U13 leika í Íþróttahúsinu á Siglufirði en U15, U17 og U19 á Ólafsfirði. Úrslitaleikir verða allir á Siglufirði sunnudaginn 6. mars. Nánari tímasetningar verða gefnar út þegar skráningar hafa borist.
Keppt verður í öllum flokkum unglinga, U11, U13, U15, U17 og U19.
Í U11 flokknum verður aðeins keppt í einliðaleik og allir þátttakendur U11 fá viðurkenningu fyrir þátttökuna eins og reglur ÍSÍ segja til um fyrir þennan aldursflokk.
Í einliðaleik í U13 – U19 fara keppendur sem tapa fyrsta leik í B-flokk.

Áætlunin er að leggja af stað laugardegi kl 08.00 frá Hrafnagili. Áætlað er að farið verði á einkabílum.

Gott er að taka með sér nesti og pening með fyrir mótsgjaldi og til að kaupa í t.d. sjoppunni.
.

Kveðja
Ivan og Ivalu
Sími 8916694