Páskafrí

Dagana 18. – 25. apríl falla niður æfingar hjá umf. Samherjum vegna páskahátíðarinnar.

Þó verða badmintonæfingar fyrir fullorðna miðvikudaginn 20. apríl og laugardaginn 23. apríl og sundæfingar fyrir elsta hóp (Flugfiskar) dagana 18. – 20. apríl eins og rætt hefur verið um.

Æfingar hefjast aftur samkvæmt æfingatöflu þriðjudaginn 26. apríl.

Páskakveðjur,

stjórnin

Samherjar Badminton Norðurlandsmót 2011

Norðurlandsmót í badminton verður haldið í Íþróttamiðstöðinni Hrafnagili
helgina 30.04 – 01.05 2011.

Keppni hefst kl. 10:00 á laugardeginum. Gott er að vera mættur tímanlega (sirka 30 min fyrr) til að geta hitað vel upp fyrir leikina.

Keppt verður til kl 16:00 á laugardeginum fyrir unglinga og fullorðinsmótið verður frá kl 16:00 til kl. 22.00. Á sunnudeginum verður keppt í unglingaflokkum frá kl 10:00 til kl 17.00.

Keppt verður í fjórum flokkum:
U-11: Snáðar/Snótir
U-13: Hnokkar/Tátur
U-15: Sveinar/Meyjar
U-17: Drengir/Telpur
Fullorðinsflokkur Karlar/Konur

Mótsgjöld:
U-11: kr. 800,-
U-13, U15, U17 og Fullorðnir: kr 1000 fyrir hverja grein

Við hvetjum sem flesta til að skrá sig. Skráningu lýkur miðvikudaginn 20.04.11.

Upplýsingar:
Þjálfari                                                                   

Ivan Falck-Petersen sími 8916694            

Foreldrafélag:
Gísli Úlfarsson sími.  8644731  Ólöf Matthíasdóttir sími. 4631388  Sigurður Eiriksson sími. 8622181

Ármann og Ódi hlutu starfsmerki UMSE

Þeir Ármann Ketilsson og Jón Óðinn Waage hlutu starfsmerki UMSE á aðalfundi Umf. Samherja sem haldinn var í Félagsborg 29. mars s.l. Báðir eru þeir vel að þessari viðurkenningu komnir og veitti Kristín Hermannsdóttir varaformaður UMSE þeim starfsmerkið.

IMG_4069  
Ódi, Kristín og Ármann á aðalfundinum  

Í umsögn um þeirra störf segir:

Halda áfram að lesa: Ármann og Ódi hlutu starfsmerki UMSE