Badminton Bolakaup

Jæja, nú er komið að bolakaupum. Allir sem vilja geta pantað sér bol á næstu æfingu. Bolirnir eru til í allskonar gerðum og litum en við erum með bækling sem hægt er að velja úr. Það eina sem krakkarnir þurfa að gera er að segja hvaða stærð skal panta. Bolirnir kosta einungis ca. 3000 kr. Gott er að vera fljótur að tala við foreldra sína og láta vita af sér sem fyrst svo hægt sé að panta strax.

Hugmyndin var síðan að láta merkja alla bolina með Samherja merkinu 🙂

Kv.

Ivan og Ivalu

Góður árangur Samherja í badminton á Reykjavik International 2011

Samherjar tóku þátt í Unglingameistarmóti TBR sem var hluti af Reykjavik International 2011 sem fram fór dagana 14. – 15. janúar 2011.  Mótið var mjög sterkt enda tóku þátt öll þau bestu. Einnig komu spilarar frá Færeyjum og Svíþjóð.

Elmar, Haukur, Ólafur og Elvar spiluðu fyrir hönd Samherja og stóðu sig mjög vel.

Elmar og Haukur kepptu  í U-13 og stóðu sig mjög vel. Elmar tapaði fyrsta leiknum í einliðaleik og kom i aukaflokk og náði öðru sæti.  Haukur vann sinn fyrsta leik i einliðaleik og tapaði næsta fyrir Alexander frá ÍA sem vann silfur á mótinu. Haukur og Elmar kepptu saman í tvíliðaleik og töpuðu í undanúrslitum fyrir þátttakendum frá Færeyjum.

Elvar og Ólafur kepptu  í U-15 og stóðu sig einnig mjög vel. Elvar vann sína fyrstu tvo leiki í einliðaleik en  tapaði í fjórðungsúrslitum.  Ólafur tapaði sínum fyrsta leik í einliðaleik og kom í aukaflokk  og keppti fram til undanúrslita. Elvar og Ólafur kepptu báðir í tvenndarleik með tveim stúlkum frá Siglufirði og töpuðu þeirra fyrsta leik. Elvar og Ólafur kepptu líka í tviliðaleik og töpuðu í undanútslitum á móti þeim sem stóðu upp sem sigurvegarar.

Þetta var góð reynsla fyrir strákana og sýndi hversu góðir þeir eru!!!!

Borðtennisæfingar – af fimmtudögum yfir á föstudaga

Borðtennisæfingar hafa verið færðar af fimmtudögum yfir á föstudaga og eru því æfingar nú á þriðjudagskvöldum og föstudagskvöldum frá 19 – 22. 

Þegar fjölmennt er á æfingar yngri iðkenda er þeim aldursskipt þannig að yngri iðkendurnir æfa milli 19 og 20 og síðan þeir eldri frá 20 – 21.

Æfingar fara fram í Hjartanu í Hrafnagilsskóla.

Vorönn 2011

Nú er vorönn formlega hafin hjá Samherjum og um að gera fyrir unga sem aldna að stunda fjölbreyttar íþróttir á vegum félagsins. Eins og sjá má á nýrri stundatöflu er nóg í boði og varla hægt að stunda fjölbreytta hreyfingu með ódýrari hætti.  Vakin er athygli á því að æfingagjöld gilda sem opinn aðgöngumiði í allar greinar að vild, bæði hjá börnum og fullorðnum.  Slíkur sveigjanleiki er líklega einsdæmi hjá starfandi íþróttafélagi.

Æfingagjöldum hjá Samherjum er mjög stillt í hóf. Félagið greiðir niður æfingagjöldin með styrkjum og fé sem aflað er með sjálfboðastarfi félagsmanna.
Gjöldin á vorönn eru eftirfarandi:

A) Börn og unglingar að 16 ára aldri:

  • 10.000 kr á hvert barn á önn.
  • Einungis er rukkað eitt gjald fyrir hvert barn, óháð fjölda greina sem barnið stundar.
  • Mest er rukkað fyrir tvö systkini, eða að hámarki kr 20.000.

Stjórnin hvetur börn og unglinga til að stunda sem flestar greinar.

B) Fullorðnir:

  • 15.000 kr á mann óháð fjölda greina.
  • Æfingagjöld geta því mest orðið 50.000 kr á heimili á önn.

Nú á vorönn hófust æfingar í  borðtennis fyrir  unga sem aldna. Barnaæfingarnar fara fram  undir styrkri stjórn Sigurðar Eiríkssonar.

Það er mikilvægt fyrir félagið að sem flestir nýti sér það sem í boði er því að góð þátttaka er forsenda þess að hægt sé að halda úti öflugu íþróttastarfi í Eyjafjarðarsveit.