Æfingabúðir í sundi

Æfingabúðir í sundi verða haldnar um helgina. Æfingabúðirnar eru ætlaðar höfrungum og flugfiskum, litlu hornsílin fá að vera heima í þetta skiptið. Sundkrakkar frá Dalvík og Húsavík verða með okkur.
Dagskráin er sem hér segir:

Venjuleg æfing á föstudag kl. 14.40
Æfing kl. 17.00-19.00 eingöngu fyrir flugfiska (elstu börnin)
19.15 kvöldmatur, kvöldvaka að honum loknum fyrir alla!
Laugardagur:
9.00-10.30 sundæfing fyrir flugfiska (elstu krakkana)
10.30-11.30 æfing fyrir höfrungana (miðhópinn)
12.00 hádegismatur
13.00 leikir í sal
14.30-15.30 æfing fyrir höfrunga
14.30-15.30 æfing fyrir flugfiska
Reynt verður að halda kostnaði í lágmarki en eingöngu er greitt fyrir matinn.
kær kveðja, Bíbí

Badminton Bolakaup

Jæja, nú er komið að bolakaupum. Allir sem vilja geta pantað sér bol á næstu æfingu. Bolirnir eru til í allskonar gerðum og litum en við erum með bækling sem hægt er að velja úr. Það eina sem krakkarnir þurfa að gera er að segja hvaða stærð skal panta. Bolirnir kosta einungis ca. 3000 kr. Gott er að vera fljótur að tala við foreldra sína og láta vita af sér sem fyrst svo hægt sé að panta strax.

Hugmyndin var síðan að láta merkja alla bolina með Samherja merkinu 🙂

Kv.

Ivan og Ivalu

Góður árangur Samherja í badminton á Reykjavik International 2011

Samherjar tóku þátt í Unglingameistarmóti TBR sem var hluti af Reykjavik International 2011 sem fram fór dagana 14. – 15. janúar 2011.  Mótið var mjög sterkt enda tóku þátt öll þau bestu. Einnig komu spilarar frá Færeyjum og Svíþjóð.

Elmar, Haukur, Ólafur og Elvar spiluðu fyrir hönd Samherja og stóðu sig mjög vel.

Elmar og Haukur kepptu  í U-13 og stóðu sig mjög vel. Elmar tapaði fyrsta leiknum í einliðaleik og kom i aukaflokk og náði öðru sæti.  Haukur vann sinn fyrsta leik i einliðaleik og tapaði næsta fyrir Alexander frá ÍA sem vann silfur á mótinu. Haukur og Elmar kepptu saman í tvíliðaleik og töpuðu í undanúrslitum fyrir þátttakendum frá Færeyjum.

Elvar og Ólafur kepptu  í U-15 og stóðu sig einnig mjög vel. Elvar vann sína fyrstu tvo leiki í einliðaleik en  tapaði í fjórðungsúrslitum.  Ólafur tapaði sínum fyrsta leik í einliðaleik og kom í aukaflokk  og keppti fram til undanúrslita. Elvar og Ólafur kepptu báðir í tvenndarleik með tveim stúlkum frá Siglufirði og töpuðu þeirra fyrsta leik. Elvar og Ólafur kepptu líka í tviliðaleik og töpuðu í undanútslitum á móti þeim sem stóðu upp sem sigurvegarar.

Þetta var góð reynsla fyrir strákana og sýndi hversu góðir þeir eru!!!!

Borðtennisæfingar – af fimmtudögum yfir á föstudaga

Borðtennisæfingar hafa verið færðar af fimmtudögum yfir á föstudaga og eru því æfingar nú á þriðjudagskvöldum og föstudagskvöldum frá 19 – 22. 

Þegar fjölmennt er á æfingar yngri iðkenda er þeim aldursskipt þannig að yngri iðkendurnir æfa milli 19 og 20 og síðan þeir eldri frá 20 – 21.

Æfingar fara fram í Hjartanu í Hrafnagilsskóla.