Sundmót á Dalvík 15. maí

Sundmót sem Lions hreyfingin á Dalvík styrkir verður sunnudaginn 15. maí nk. Upphitun hefst kl. 10.00 og mót kl. 10.45. Keppt verður í öllum aldursflokkum. Um mótslok er ekki vitað svo ég mæli með að taka hollt og gott nesti með.
Skráning á mótið fer fram á morgun þriðjudaginn 10. maí á æfingatíma.
Farið verður á einkabílum svo það er um að gera að safna saman í bíla.
Nánari upplýsingar í s. 896-4648, Bíbí

Norðulandsmót í badminton

Norðurlandsmót í badminton stendur nú yfir í Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar en keppt verður bæði 30. apríl og 1.maí 2011.

Keppt verður til kl 16:00 á laugardeginum í barna- og unglingaflokkum og fullorðinsmótið verður frá kl 16:00 til kl. 22.00. Á sunnudeginum verður keppt í unglingaflokkum frá kl 10:00 til kl 17.00.

Hér má sjá nokkrar myndir frá mótinu.

 

IMG_6958 IMG_6969 IMG_7140

Sundæfingar

Næsta sundæfing verður þriðjudaginn 3. maí.
Fyrir þá sem komast í laugina áður eru hér að tvær æfingar.

Æfing 1

400m upphitun frjálst
8x50m fætur, 4x skrið og 4x bringu/flug
3x 4x25m vaxandi hver 25 (4x í gegn á einu sundi)
100m rólega
2x400m skriðsund, með góðum snúningum og hugsa vel um tæknina
16x12m snúningar – 4 á hverju sundi
200m rólega

Æfing 2
3x200m upphitun 1. skriðsund, 2. drill, 3. fjórsund
4x100m fjórsund hvíla 15
50 fætur skr, 100m bringusund, 150m fjór – eitt sund, 200m skriðsund, 300m baksund, 400m skriðsund vaxandi hver 100m, 300m bringusund, 200m fjórsund, 150m baksund, 100m (kafa 25m, 25 rólega 2x í gegn), 50m fætur skrið.
10x100m skriðsund með froskalappir, hv. 10 á hraða 2-3
200m rólega
Gangi ykkur vel og góða skemmtun 🙂

Páskafrí

Dagana 18. – 25. apríl falla niður æfingar hjá umf. Samherjum vegna páskahátíðarinnar.

Þó verða badmintonæfingar fyrir fullorðna miðvikudaginn 20. apríl og laugardaginn 23. apríl og sundæfingar fyrir elsta hóp (Flugfiskar) dagana 18. – 20. apríl eins og rætt hefur verið um.

Æfingar hefjast aftur samkvæmt æfingatöflu þriðjudaginn 26. apríl.

Páskakveðjur,

stjórnin