Nýr knattspyrnuþjálfari

Norbert Farkas hefur verið ráðinn sem knattspyrnuþjálfari til félagsins og mun hann sjá um þjálfun í 5. – 8. flokki drengja frá og með mánudeginum 4. júlí. Þangað til mun Tryggvi Heimisson stýra æfingum og leikjum félagsins. Norbert, eða Nobbi eins og hann er gjarnan kallaður,  er 34 ára gamall, með fimm ára reynslu af þjálfun. Hann hefur lokið UEFA B og KSÍ V þjálfaraprófi og hefur leikið með KA frá árinu 2008 en hann spilaði áður í heimalandi sínu Ungverjalandi og á Kýpur.

Stjórn Samherja býður Norbert hjartanlega velkominn til starfa.

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*