Nýr fótboltaþjálfari

Mánudaginn 16. janúar mun nýr fótboltaþjálfari hefja störf hjá okkur í Samherjum. Það er hann Eyþór Bjarnason sem tekur við starfi Egils Daða sem óskaði eftir að láta af störfum af persónulegum ástæðum.

Eyþór Bjarnason er með mikla reynslu af fótboltaþjálfun barna og unglinga og hefur lokið nauðsynlegum námskeiðum.

Um leið og við þökkum Agli Daða fyrir vel unnin störf bjóðum við Eyþór hjartanlega velkominn til starfa.

Stjórn Samherja