Nýársborðtennis þann 3. janúar.

Jólamót Samherja í borðtennis varð að nýársmóti Samherja. 
Því miður var ekki hægt að nýta þriðja í jólum fyrir borðtennis vegna veikinda þjálfara.  Áramótaheitið þitt er auðvitað meiri hreyfing og hollari lífshættir.  Borðtennis fellur afar vel að því og þess vegna mætum við á morgunn – borðtenniskunnátta ekki skilyrði 🙂 .
Við ætlum semsagt að halda smá borðtennismót á morgunn, sunnudaginn 3. janúar, í íþróttahúsinu okkar.   Mótið byrjar klukkan 13:00 og er jafnt fyrir byrjendur og lengra komna og alla aldursflokka.  Það er því tilvalið að skella sér í borðtennis með allri fjölskyldunni, jafnvel þótt enginn hafi mætt á æfingu eða spilað borðtennis áður.  Spaðar á staðnum fyrir þá sem ekki eiga.  🙂
Auk þess að keppa við hvort annað verður stillt upp keppni við nýja borðtennisróbótinn okkar.  Í þá keppni verður hægt að mæta hvenær sem er milli 13:00 og 16:00.  Allri keppni verður styrkleikaskipt eins og kostur er því markmiðið er að allir hafi gagn og gaman af deginum. Ekkert þátttökugjald.
Skorum á ykkur að líta við, taka þátt í keppninni ef þið mögulega hafið tíma til en að öðrum kosti prófa að spila, slá við róbótinn og njóta þess að horfa á hina spila.  Að því loknu er sjálfgefið að taka sundsprett og slappa af í heita pottinum.
Gleðilegt nýár – sjáumst í íþróttahúsinu.
Borðtennisþjálfararnir.