Það þurfti að breyta nokkuð niðurröðun boltatíma hjá Samherjum. Nú er komin lausn á því og ný stundaskrá er tilbúin.
Breytingarnar fela í sér að 1-4 bekkur er í boltatímum á mánudögum og föstudögum, elsta stig á mánudögum og miðvikudögum en miðstig á miðvikudögum og föstudögum. Sigurður Friðleifsson mun þjálfa elsta stig á móti Ásgeiri.
Stundaskráin er komin hér inn á síðunni og liggur einnig frammi í anddyri íþróttahúss.
Í íþróttahúsi liggur frammi skráningarblað fyrir íþróttaiðkun með félaginu en það er einnig hægt að skrá rafrænt hér á heimasíðunni og er skráningarblaðið á forsíðunni.