Nóvembermót UFA 11. nóvember

Nóvembermót UFA verður haldið í Boganum sunnudaginn 11. nóvember. Skipulag mótsins er svipað því sem verið hefur undanfarin ár. Þrautabraut er fyrir 9 ára og yngri, eldri keppa í mismunandi íþróttagreinum. Hægt er að finna tímaseðil mótsins á slóðinni: http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/timesedillib1985.htm  Nánari upplýsingar veitir Unnar þjálfari á æfingum og einnig er hægt að skrá sig hjá honum. Æfingar eru á þriðjudögum og fimmtudögum, yngri klukkan 14:00 og eldri klukkan 15:00, báðar í umsjón Unnars.