Nóri • skráningar-greiðslur-samskipti

Foreldrar barna sem æfa hjá Samherjum vinsamlegast kynnið ykkur eftirfarandi.

Ungmennafélagið er að taka upp kerfi sem heitir Nóri, hugbúnaður sem nýtist okkur á marga vegu. Allar skráningar og greiðslur fara fram þar og ætlunin er að þjálfarar skrái mætingar barna þar inn og geti verið í milliliðalausum samskiptum við foreldra um mætingar og mót o.s.frv. Því væri æskilegt að fara í gegnum þetta skráningar/greiðsluferli núna í lok annar, sæki appið og skoði málin. Allir taka stóra skrefið eftir áramótin .

Enn eiga einhverjir foreldrar eftir að skrá börnin sín inná https://umse.felog.is/ við minnum á frestur til þess að sækja um íþrótta og tómstundastyrk Eyjafjarðarsveitar rennur út 15.des og þ.a.l. kvittun úr Nóra fyrir haustönn. Upplýsingar um hann má finna https://www.esveit.is/is/stjornsysla/skjol-og-utgefid-efni/eydublod/umsokn-um-ithrotta-og-tomstundastyrk-barna

Leiðbeiningar má finna á https://www.greidslumidlun.is/vorurogthjonusta/nori/

Ef einhver vandræði koma upp má hafa beint samband við framkvæmdastjóra UMSE steini@umse.is

Með von um góðar undirtektir