Norðurlandsmót 2012 TBA

Norðurlandsmótið í badminton verður haldið í Íþróttahöllinni á Akureyri laugardaginn 5. maí 2012. Keppni hefst tímanlega kl. 09:00 og byrjað verður á unglingaflokkum. Gera má ráð fyrir að fullorðinsflokkar hefjist kl. 16:00. Áætlað er að keppni ljúki um kl. 20:00. Nánari tímasetningar verða birtar þegar uppröðun hefur átt sér stað.

Í unglingaflokkum verður keppt í aldursflokkunum U–11, U-13, U-15 og U–17. Í fullorðinsflokkum verður spilað í riðlum og keppt verður í karla- og kvennaflokki.

Keppt verður í öllum greinum,  (einungis einliða- og tvíliðaleikur í U-11), aukaflokkur verður í einliðaleik í unglingaflokkum.

Mótsgjöld:

U-11: 800 kr. fyrir einliðaleik/tvíliðaleik

1200 kr fyrir einliðaleik

1000 kr fyrir tvíliðaleik/ tvenndarleik