Mótahelgin mikla!

Iðkendur UMF Samherja höfðu í nógu að snúast sl. helgi. 

Akureyrarmót í frjálsum íþróttum fór fram á Þórsvelli sl. laugardag og voru þar mætt til leiks hópur barna 8 ára og yngri.  

Á Árskógsströnd fór fram hið árlega Strandarmót en þar átti ungmennafélagið að sjálfsögðu lið – í fleirtölu 😉  6. og 8. flokkur kepptu á laugardaginn en 7. flokkur á sunnudaginn.  

Norðurlandsmótið í frisbígolfi var líka haldið um helgina en þar átti við flottan fulltrúa.  Trausti Freyr lenti í 2. sæti í undir 15 ára flokki eftir tap í bráðabana um sigurinn.

Eins og sést stóðu allir iðkendur sig með prýði þessa mótahelgi og var gleðin að sjálfsögðu við völd 🙂 

Trausti Freyr ásamt öðrum keppendum
Kátir krakkar í 6. flokki

Sigurreifir strákar í 7. flokki

Flottir frjálsíþróttakrakkar