Miniton – Badminton

Miniton- og badmintonæfingar eru komnar á fullt þetta skólaár og eru nýir iðkendur alltaf velkomnir að koma og prófa.

Miniton er á laugardögum frá kl. 10-11 fyrir 5 – 8 ára börn þar sem áhersla er lögð á leiki og léttar æfingar með spaða.

Badminton er fyrir börn eldri en 8 ára þar sem ýmsar æfingar eru gerðar, farið í leiki og spilað badminton.

Tímar í badminton eru á miðvikudögum frá kl. 17-18 og á laugardögum frá kl. 11-12. Hefðbundnir tímar verða svo brotnir upp með reglulegu millibili í vetur en á dagskrá vetrarins er badminton-bingó, jólahúfu-badminton, búninga-badminton og fleira skemmtilegt!

Badminton-bingó verður nk. laugardag, 17. okt., frá kl. 10-12 og eru allir 5-15 ára velkomnir

Hlakka til að sjá sem flesta á æfingum, Sonja badmintonþjálfari