MÍ AÐALHLUTI í frjálsum um síðustu helgi

Meistarmót Íslands (aðalhluti) var haldið um síðustu helgi í Laugardalshöll. Sveit UMSE stóð sig vel og þar tók Samherjinn Kristján Godsk besta árangur karla í UMSE þegar hann kom þriðji í mark í 800 metra hlaupi á góðri bætingu 1:55,55 mínútum. Hann varð síðan fjórði í 400 metra hlaupi karla á 50,76 sekúndum. Samherjinn Guðbjörg komst í úrslit í langstökki kvenna og endaði í 7. sæti og síðan tók hún fjórða sætið í 60 metra grind kvenna á 9,55 sekúndum. Samherjinn Sveinborg varð fimmta í stangarstökki kvenna með 3,0 metra. 4×400 metra boðhlaupssveit kvenna UMSE varð í 6. sæti, en það voru þær Sveinborg, Bertha, Júlíana og Aþena sem tóku það hlaup saman. Fleiri UMSE-ingar kepptu auðvitað á mótinu og stóðu sig frábærlega. Hægt er að sjá upplýsingar um það á Facebook síðu UMSE frjálsra (tengill inn á þá síðu hér til hliðar). Til hamingju með árangurinn flotta frjálsíþróttafólk.