Meistaramót Íslands 11 – 14 ára um næstu helgi

MÍ 11-14 ára nálgast óðum og er stefnt á rútuferð á mótið og gistingu í Reykjavík þar sem mótið fer fram. Skráning er hafin og lýkur MÁNUDAGINN 20. FEBRÚAR. Tilgreinið við skráningu hvort keppandi ætlar með rútunni og eins ef foreldri ætlar með í ferðina. Keppt er í 11 ára flokki, 12 ára flokki, 13 ára flokki og 14 ára flokki stráka og stelpna. Greinar eru: 60m, langstökk, hástökk, kúla, 800m, 60m grind (13 og 14 ára flokki, má skrá uppfyrir sig) og 4x200m boðhlaup. keppt verður í stórglæsilegri frjálsíþrótta aðstöðu í Laugardalshöll. Foreldrar sjá um fararstjórn og venjan hefur verið að bjóða upp á fullt fæði í ferðinni en það þarf alltaf að taka með nesti fyrir ferðina á suðurleið.

Tímaseðillinn er hér á þessari slóð http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/timesedillib1809.htm

Þjálfarar (Unnar og Ari) taka við skráningum og eins Jóhanna Dögg í gsm.867-9709.