Meistaramót Íslands 11-14 ára í frjálsum íþróttum

Meistaramót Íslands 11-14 ára í frjálsum íþróttum fer fram í Laugardagshöll 9.-10. febrúar 2019, kl. 10-16.  Keppt verður 60m hlaupi, hástökki, langstökki, kúluvarpi, 600m hlaupi og 60m grind (13-14 ára).  Farið verður með rútu kl. 15 föstudaginn 8. febrúar og verður gist í félagsmiðstöð í Laugardalnum.  Kostnaður: rúta 6000.-, gisting 2500.-, mótsgjald 3500.-, nesti 1000.-. Skráning og frekari upplýsingar um mótið er hjá Unnari, þjálfara, en síðasti skráningardagur er 31. janúar.