Jæja, nú er vel liðið á vorið og fótboltavöllurinn orðinn iðagrænn og býður eftir að við hefjum æfingar.
Æfingar hefjast þriðjudaginn 15 maí á velli Samherja kl. 20:00 og verður æfingar prógrammið svo hljóðandi
Sunnudagar kl. 20:00
Þriðjudagar kl. 20:00
Fimmtudagar kl. 20:00 þegar leikir falla niður í Utandeildinni og svo fyrir þá sem spila ekki með.
Ákveðið hefur verið að senda liðið til þáttöku í Utandeild K.D.N og mun hún hefjast fimmtudaginn 31. maí og allir sem hafa náð 16 ára aldri eru velkomnir að spila með.
Gjaldfrálst verður á æfingum en þeir sem hyggjast spila með í Utandeildinni munu þurfa að greiða vægt keppnisgjald.
Guðmundur Einarsson s:6946101 heldur utan um flokkinn í sumar og veitir allar nánari upplýsingar.
Með von um að sem flestir láti sjá sig – Áfram Samherjar!
Guðmundur.