Meira af fótbolta í sumar.

Árni Kristjánsson og Gísli Úlfarsson eru þjálfarar 4. og 5. flokks drengja og stúlkna hjá Samherjum í sumar. Æfingar verða á sunnudagskvöldum og miðvikudagskvöldum, frá klukkan 20 – 21:30.  Á sama tíma eru æfingar í meistaraflokki kvenna og þar eru allar konur velkomnar frá 3. aldursflokki og upp í öldungaflokk. Æfingar í þessum flokkum hefjast sunnudagskvöldið 3. júní.  Þess ber að geta að 5. flokkur er skráður í N1 mót á Akureyri um mánaðamótin júní – júlí en frekari þátttaka í mótum fer eftir því hversu stór æfingahópurinn verður.