Mánudagskvöld eru hjólakvöld.

Takið fram reiðhjólið og góða skapið. Hjólað er af stað frá Íþróttamiðstöð Eyjafjarðarsveitar um áttaleytið. Hjólakvöld eru fyrst og fremst ætluð fullorðnum og unglingum en ef fólk treystir börnunum sínum til að taka þátt eru þau velkomin í fylgd og á ábyrgð foreldranna.