Leikjadagskrá knattspyrnumóts UMSE

Hér er komin leikjadagskráin fyrir daginn í dag, sem og fyrirkomulag leiktíma. Athugið að í öllum flokkum spila 5 leikmenn í einu og svo eru skiptimenn.

Í 7. flokki náðum við í eitt heilt lið auk þess sem nokkrir krakkar úr Smáranum verða einnig með til að mynda annað lið. Í 6. flokki er eitt lið og í 4. flokki skráðu sig svo margir að við náðum í tvö lið. Vel gert krakkar!

Athugið að mótið hefst stundvíslega kl. 17:30 og Samherjar eiga þar fyrsta leik í 7. flokki.

UMSE mót 2017 – leikjadagskrá