Kristbjörg Heiður Kristjánsdóttir stóð sig eins og meistari

Kristbjörg Heiður Kristjánsdóttir stóð sig eins og meistari á Desembermóti Óðins um síðastu helgi! Bætti sig um 23sek í 200bringu og 5sek í 100m bringu síðan í lok maí. Fyrir þá sem ekki þekkja sundíþróttina þykir 1-2 sek. bæting mjög góð.
Hún var í fríi frá æfingum í sumar eins og allir í Samherjum en mætti í laugina og synti sjálf, sem heldur betur borgaði sig. Ásamt því og miklum æfingum síðustu 3 mánuði er hún búin að ná lágmarki á AMÍ í báðum greinum. Tíminn sem hún náði í 100m bringu er undir làgmarkinu ætlað 15 ára stelpum! Hún bætti tímana sína í öllum greinum sem hún keppti í.
Til að ná árangri í íþróttum skiptir rétt hugarfar öllu og það hefur Kristbjörg margoft sýnt að hún hefur.