Knattspyrnumót UMSE – yngri flokkar – miðvikudag kl. 17:00.

Mótið er á Árskógsvelli og er keppt í tveimur aldursflokkum 13-16 ára og 12 ára og yngri. Ef við komum með ungt lið – 7. flokk eða þess háttar ætlar Smárinn að stilla upp slíku liði gegn okkur til þess að þau fái líka að keppa. Vonandi tekst okkur að safna saman í lið í hverjum aldursflokki til þess að taka þátt í þessu móti. Liðin sem mæta auk okkar eru líklega einungis Dalvík/Reynir, Smárinn og Smárinn í Varmahlíð sem keppa sem gestir.