Knattspyrnumót UMSE og Aldursflokkamót í frjálsum íþróttum.

Eins og hefðin segir eru knattspyrnumót UMSE og aldursflokkamót UMSE í frjálsum íþróttum haldin síðari hluta ágúst eða í byrjun september. Bæði þessi mót gefa iðkendum á öllum aldri kost á skemmtilegri keppni og hollri hreyfingu. Undireins og fréttist af keppnisdögum verða upplýsingar þar að lútandi settar hér inn á síðuna.