Knattspyrnuiðkendur umf. Samherja

Ákveðið hefur verið að bjóða fótboltaiðkendum félagsins að kaupa sína eigin Samherjabúninga, merkta með nafni og númeri.
Búningarnir (merkt treyja, stuttbuxur og sokkar) kosta einungis 4000 kr en það er Höldur hf sem styrkir kaupin sem gerir það að verkum að hægt er að bjóða búningana á svo hagstæðu verði.
Á næstu æfingum mun Ódi taka niður pantanir en einnig er hægt að senda tölvupóst á odijudo@gmail.com til föstudagsins 20. maí.
Stærð búninga miðast við hæð barnanna (120 cm, 134 cm, 140 cm, 152 cm o.s.frv. )

Með góðri kveðju,
stjórn umf. Samherja

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*