Unglingamót Þórs verður haldið laugardaginn 9. febrúar í Íþróttamiðstöðinni í Þorlákshöfn. Mótið er fyrir börn og unglinga, U11 – U19, í B- og C-flokk. Mótið er opið öllum sem ekki hafa unnið til verðlauna á opnum mótum fyrir félagið sitt eða deild. Mótið hefst stundvíslega kl. 10. Byrjað verður á einliðaleikjum hjá U11 og á tvíliðaleikjum hjá U13 – U19.
Keppt verður í fjórum flokkum:
U11: Snáðar/Snótir
U13: Hnokkar/Tátur
U15: Sveinar/Meyjar
U17: Drengir/Telpur
U19: Piltar/Stúlkur
Mótsgjöld:
Einliðaleikur: Kr. 1200,-
Tvíliðaleikur: Kr. 1000,-
Áætlað er að leggja af stað föstudaginn 08.02.2012 kl. 16.30 frá Hrafnagilsskóla. Ætlunin er að farið verði með lítilli rútu eða einkabílum, en það fer eftir fjölda þátttakenda. Gist verður í skólanum en hann er við hliðina á íþróttahúsinu. Gott er að taka með sér nesti og pening fyrir mótsgjaldi og til að kaupa mat í sjoppunni.
Lagt verður af stað heim strax að móti loknu.
Vonast til að sjá sem flesta á þetta frábæra mót fyrir byrjendur sem lengra komna.
Hægt er að skrá sig á lista sem hangir í andyri Íþróttamiðstöðvarinnar, einnig er hægt að hafa samband við Ivan eða Ivalu Birnu. Skráningu lýkur mánudaginn 4. febrúar. Kl.18.00.
Kveðja Ivan og Ivalu
Sími 8916694