KEPPNISFERÐ SAMHERJA Á ÍSLANDSMÓT UNGLINGA Í BADMINTON Á SIGLUFIRÐI 5-6. MARS 2011.

Íslandsmót unglinga verður haldið á Siglufirði og Ólafsfirði helgina 5. – 6. mars næstkomandi. Badmintonsamband Íslands og TBS sjá í sameiningu um framkvæmd og skipulagningu mótsins.
Reikna má með að keppni hefjist á laugardegi klukkan 10:00. U11 og U13 leika í Íþróttahúsinu á Siglufirði en U15, U17 og U19 á Ólafsfirði. Úrslitaleikir verða allir á Siglufirði sunnudaginn 6. mars. Nánari tímasetningar verða gefnar út þegar skráningar hafa borist.
Keppt verður í öllum flokkum unglinga, U11, U13, U15, U17 og U19.
Í U11 flokknum verður aðeins keppt í einliðaleik og allir þátttakendur U11 fá viðurkenningu fyrir þátttökuna eins og reglur ÍSÍ segja til um fyrir þennan aldursflokk.
Í einliðaleik í U13 – U19 fara keppendur sem tapa fyrsta leik í B-flokk.

Áætlunin er að leggja af stað laugardegi kl 08.00 frá Hrafnagili. Áætlað er að farið verði á einkabílum.

Gott er að taka með sér nesti og pening með fyrir mótsgjaldi og til að kaupa í t.d. sjoppunni.
.

Kveðja
Ivan og Ivalu
Sími 8916694

Skildu eftir svar

Netfang þitt verður ekki birt. Nauðsynlegir reitir eru merktir *

*