Jónsmessuferð Samherja á Torfufell

IMG_2413

Jónsmessu-gönguferð Samherja á fjallið Torfufell tókst með miklum ágætum. 21 ofur-hress Samherji lagði af stað kl 18 frá Hólsgerði og sneri ekki þangað aftur fyrr en kl 23.30 eftir rúmlega 5 klst. göngu. Ferðin var stórskemmtileg í alla staða, veður frábært og útsýnið af toppnum magnað:) Torfufell er 1244 m hátt og upp á toppnum er varða. Yngsti göngumaðurinn var 10 ára og sá elsti 75 ára – báðir stóðu sig með mikilli prýði sem og allir aðrir sem tóku þátt. Við minnum á að þetta er bara byrjunin á glæstum gönguferðum sem Samherjar ætla að standa fyrir á næstu misserum:) Allir eru velkomnir með!