Jólamót Samherja – laugardaginn 7. desember

Hið árlega Jólamót Samherja verður haldið í íþróttahúsinu við Hrafnagilsskóla laugardaginn 7. desember klukkan 13:00-16:00/17:00.

Krakkar 9 ára og yngri keppa í þrautabraut sem hefst klukkan 13:00.
Eldri iðkendur geta keppt í þrístökki án atrennu, langstökki án atrennu, hástökki og kúluvarpi (sjá: mot.fri.is).

Skráningar hjá Unnari þjálfara á æfingum þriðjudaginn 3. desember og fimmtudaginn 5. desember. Unnar s.868-4547.

Engin keppnisgjöld fyrir iðkendur Samherja

Þeir foreldrar sem sjá sér fært að aðstoða á mótinu eru
vinsamlega beðnir um að hafa samband við
Jóhönnu Dögg í s.867-9709.

Sjáumst í jólaskapi.