Jóla-badminton

Badmintontíminn verður með óhefðbundnu sniði – jólasniði – á laugardaginn (15.12.). Yngri og eldri hópunum verður skellt saman þannig að allir koma kl 10. Farið verður í leiki og skipst á pökkum en reiknað er með að allir komi með einn lítinn pakka í púkkið 😊 Fáum okkur svo pizzu í lokin. Hlökkum til að sjá sem flesta og ekki verra ef jólasveinahúfan fær að fylgja með 😊