“Ivansmót” í badminton

Samherjar halda vormót fullorðinna (og unglinga sem vilja keppa í fullorðinsflokki) í badminton annað kvöld, föstudagskvöldið 13. júní.  Mótið er haldið þetta kvöld í tilefni af því að Ivan þjálfari er í heimsókn heima hjá sér núna í þrjár vikur.  Mætum sem flest, förum í pottinn á eftir og skröfum síðan og höfum gaman fram eftir kvöldi.  Mótið byrjar 17:15 og keppnisgreinar verða ákveðnar með tilliti til þátttöku.