Íþróttaskólinn byrjar aftur!

Vegna fjölda fyrirspurna förum við af stað aftur með Íþróttaskóla Umf. Samherja. Íþróttaskólinn byrjar laugardaginn 21. október kl. 9:15-10:00 en hann er hugsaður fyrir börn á aldrinum 2-5 ára. Sett verður upp þrautabraut og taka foreldrar virkan þátt og fylgja sínu barni eftir. Mikilvægt er að börnin komi í þægilegum fötum en gert er ráð fyrir að þau verði berfætt. Umsjón með íþróttaskólanum hefur Sonja Magnúsdóttir og er skráning í netfangið sonja@internet.is þar sem fram kemur fullt nafn og kennitala barns og forráðamanns ásamt símanúmeri. Reiknað er með samtals sex skiptum og er kostnaður 3.000 kr. fyrir barn.