Íþróttaskóli barnanna

Íþróttaskóli Umf. Samherja fyrir börn á aldrinum 2-5 ára byrjar laugardaginn 8. október.  Um er að ræða sjö skipti kl. 9:15-10:00, þar sem sett verður upp þrautabraut og leikir en foreldrar taka virkan þátt og fylgja sínu barni eftir.  Umsjón með íþróttaskólanum hefur Sonja Magnúsdóttir.  Mikilvægt er að börnin komi í þægilegum fötum og gert er ráð fyrir að þau verði á tásunum.
Kostnaður er 3.000 kr. fyrir barn og er skráning á netfangið sonja@internet.is þar sem fram þarf að koma fullt nafn og kennitala barns og forráðamanns ásamt símanúmeri.

Frekari upplýsingar eru veittar í sama netfangi, sonja@internet.is
Sjáumst í íþróttahúsinu 🙂