Íþróttaskóli 2-5 ára

Íþróttaskóli Umf. Samherja verður í fjögur skipti núna á vormánuðum að því gefnu að næg þátttaka fáist. Íþróttaskólinn er fyrir börn á aldrinum 2-5 ára og er settur upp í leikja- og þrautabrautarformi þar sem foreldrar taka virkan þátt og fylgja sínu barni eftir.  Íþróttaskólinn verður laugardagana 27.04., 04.05., 11.05. og 18.05, frá kl. 10:15-11:00. Eins og áður er mikilvægt að börnin komi í þægilegum fötum og gert er ráð fyrir að þau verði berfætt.  Kostnaður er 3.000 kr. fyrir barn og er skráning á netfang Ungmennafélagsins, samherjar@samherjar.is, þar sem fram þarf að koma kennitala og fullt nafn barns og forráðamanns ásamt símanúmeri.  Umsjón með Íþróttaskólanum hefur Sonja Magnúsdóttir. 

🙂

Sjáumst í íþróttahúsinu