Íslandsmót unglinga í borðtennis

Allt er að verða klárt fyrir ferð okkar á Íslandsmót unglinga í borðtennis.  BREYTING (Lagt verður af stað frá íþróttamiðstöðinni um klukkan 16 á föstudag.)  Lagt verður af stað milli 16:30 og 17:00 og verður hver sóttur til síns heima.   Við gistum í lítilli íbúð í hjarta Kópavogs en keppt er bæði laugardag og sunnudag. Og auðvitað gerum við eitthvað uppbyggilegt milli þess sem keppt er.  Áætluð heimkoma er síðan um kl. 20 á sunnudagskvöld.

Það þarf að muna að hafa með nauðsynlegan íþróttabúnað, svefnpoka eða sæng, lyf ef einhver eru (foreldrar láta undirritaðan vita) og sundföt.  Ætla ekki að telja upp aukaföt, tannbursta, hlýjan fatnað og svoleiðis því hver verður að bera ábyrgð á sér með það.

Samherjar greiða ferðakostnað og skráningargjöld við mótið en iðkendur greiða matinn sinn sjálfir.  Þar sem við höfum eldunaraðstöðu verða máltíðir blanda af nesti, veitingahúsaferðum og karlmannlegu eldhúsbrasi.  Nesti og aurar til matarkaupa eru því nauðsynlegur búnaður.  Allar nánari upplýsingar fúslega veittar.

Sigurður Eiríksson
borðtennisþjálfari  sími 821-3240