Íslandsmót unglinga verður haldið á Akranesi helgina 15. – 17. mars nk. Badmintonsamband Íslands og Badmintonfélag Akraness sjá í sameiningu um framkvæmd og skipulagningu mótsins.
Reikna má með að keppni hefjist á föstudegi klukkan 10. Leikið verður í Íþróttahúsinu við Vesturgötu á Akranesi.
Nánari tímasetningar verða gefnar út þegar allar skráningar hafa borist.
Keppt verður í öllum flokkum unglinga; U11, U13, U15, U17 og U19.
Þátttökugjöld eru sem hér segir:
Einliðaliek: 1400 kr.
Tvíliða-, og Tvenndaleikur: 1000 kr
Í U11 flokknum verður aðeins keppt í einliðaleik og allir þátttakendur U11 fá viðurkenningu fyrir þátttökuna eins og reglur ÍSÍ segja til um fyrir þennan aldursflokk. Í einliðaleik í U13 – U19 fara keppendur sem tapa fyrsta leik í B – flokk.
ÍA sér um að útvega svefnpokagistingu í Brekkubæjarskóla sem er staðsettur rétt við íþróttahúsið. Gisting kostar 1.100,- á mann á hverja nótt.
Síðasti skráningardagur er mánudagurinn 4. mars 2013. Þátttöku skal tilkynna til Ivan eða Ivalu Birnu í síma 8916694 eða 6591334.